Fjölskyldan og leikskólinn

 
Foreldrasamvinna

Araklettur  leggur mikið upp úr samvinnu við foreldra. Við upphaf skólagöngu barns er lagður hornsteinn að samstarfinu. Dagleg samskipti skipta miklu máli og mikilvægt er að þau einkennist af virðingu og samvinnu. Boðið er upp á foreldrasamtöl einu sinni til tvisvar á ári eða oftar ef þurfa þykir. Foreldrafélag og foreldraráð er starfandi við skólann sem styður vel við starfið. Foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann og þeir taka virkan þátt í ýmsum hefðum og hátíðum sem skapast hafa í gegnum árin.

Við upphaf leikskólagöngu barns er lagður hornsteinn að samstarfi foreldra og starfsmanna leikskólanna. Lögð er áhersla á að samstarfið byggi á gagnkvæmum skilningi og virðingu þar sem umhyggja og velferð barnanna er í fyrirrúmi. Samstarf þetta byggir á þeirri forsendu að foreldrar beri meginábyrgð á uppeldi barna sinna. Mikilvægt er að starfsmenn leikskólans og foreldrar geti treyst hvert öðru, deilt sjónarmiðum sínum og tekið sameiginlegar ákvarðanir börnunum til heilla.

Í aðlögun gefst foreldrum tækifæri á að kynnast starfsmönnum og starfi leikskólans. Foreldrar eru ávallt velkomnir í heimsókn í leikskólann.

 
Foreldrasamtöl

Boðið er upp á foreldrasamtöl einu sinni til tvisvar á ári þar sem rædd er líðan barnsins, nám þess og þroski, heima og í leikskólanum. Einnig geta foreldrar óskað eftir viðtali við leikskólastjóra, deildar-eða sérkennslustjóra ef vill.

 

Foreldrafélag

Foreldrafélagið er samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í leikskólanum en markmið þess er að stuðla að samræðu og samvinnu til að tryggja sem best velferð barna í leikskólanum og að styðja og styrkja það uppeldisstarf sem þar er unnið. Kosið er á aðalfundi foreldrafélagsins að hausti í bæði stjórn og varastjórn foreldrafélags og eru stjórnendur samhliða fulltrúar í foreldraráði nema að annað sé ákveðið á aðalfundi. Aðkoma þessa félags mikill styrkur fyrir leikskólastarfið. Fundargerðir bæði foreldraráðs og foreldrafélags munu verða aðgengilegar á heimasíðu leikskólans.

 

Stjórn foreldrafélag Arakletts 2017 skipa:

 


 

Hefðir hafa skapast fyrir þeim verkefnum sem foreldrafélagið stendur fyrir á hverju ári.

Starfsáætlun foreldrafélagsins:

 

 • Á jólaballinu sjá foreldrar um að hafa samband við jólasveinana og bjóða þeim í heimsókn og passa upp á að þeir gleymi ekki jólapökkunum.

 • Morgunverður/kaffi fyrir pabba og afa á bóndadaginn í janúar. ∙

 • Morgunverður/kaffi fyrir mömmur og ömmur í tilefni konudagsins í febrúar.

 • Opið hús í maí – útskrift elstu barna.

 • Sveitaferð/vorferð foreldrafélagsins

 
Aðlögun að nýju samfélagi

Í leikskólanum dvelja börn og fjölskyldur sem eru að aðlagast íslensku samfélagi. Í nýju samfélagi vakna oft margar spurningar bæði stórar og smáar sem geta varðað allt frá innkaupum, menningu, matvöru, tungumáli eða hvað svo sem fjölskyldan gæti þarfnast aðstoðar við. Vonir standa til að koma á samstarfi íslenskra fjölskyldna „vinafjölskyldum”, sem vilja aðstoða þá sem þess óska til að gera dvöl þeirra og aðlögun að nýju samfélagi eins gæfuríka og mögulegt er. Hægt er að gefa sig fram við leikskólastjóra ef foreldrar vill taka þátt í stuðningi við nýja fjölskyldu.

 

Foreldraráð

Foreldraráð er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri við skólastjórnendur um innihald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar í leikskólastarfinu og fjallar um ýmiss mál tengd leikskólastarfinu.

Foreldrar kjósa fulltrúa í foreldrafélag og foreldraráð leikskólans á aðalfundi foreldrafélagsins að hausti.

Foreldraráð Arakletts  2017 skipa:

 

Fræðsla og upplýsingar til foreldra
 • Fréttir, fræðsla og allar helstu upplýsingar um leikskólastarfið eru á heimasíðu leikskólans, https://www.leikskolivesturbyggdar.net/

 • Í anddyri Kletts og Króks eru upplýsingatöflur þar sem fram koma upplýsingar varðandi starfið sem og á útihurðinni í Koti.

 • Sendur er tölvupóstur til foreldra ef þurfa þykir.

 • Foreldrafundur er í október.  Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn hvert haust.

 • Stjórn foreldrafélagsins fundar ásamt fulltrúa leikskólans.

 • Foreldraráð fundar ásamt leikskólastjóra.

 • Foreldrar eru ávallt velkomnir inn á deildir barna sinna til að fylgjast með börnunum í leik og starfi.  Mánaðaráætlun er bæði sett á netið og til foreldra. Á heimasíðu Arakletts: https://www.leikskolivesturbyggdar.net/   eru fréttir, myndir og helstu upplýsingar um starfið. Einnig  er opin síða á Facebook sem  hægt er að eiga samskipti um málefni tengd leikskólanum. https://www.facebook.com/groups/1581037792203936/?ref=bookmarks

(Uppfært nóvember 2017)