Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólskólans, birta skóladagatal og ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers leikskóla. Þar geta einnig komið fram helstu áherslur í foreldrasamstarfi, innra mati, tengslum leikskóla og grunnskóla, stoðþjónustu og fyrirkomulagi öryggis- og slysavarnamála eftir því sem við á. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við leikskólakennara, annað starfsfólk, börn og foreldra. Unnt er að vinna starfsáætlun þannig að starfsemi síðasta skólaárs sé metin við gerð hennar. Þannig gefst tækifæri til að ræða árlega þá þætti sem þessir aðilar telja mikilvæga og eru ánægðir með og jafnframt þá þætti sem þeir telja að megi bæta. Áætlunin þarf að fá umsögn foreldraráðs áður en nefnd kjörin af sveitarstjórn tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um leikskóla. Leikskóli verður að vera í stöðugri þróun, fylgja straumum og stefnum á hverjum tíma og auka þekkingu og framfarir í leikskólanum til hagsbóta fyrir skólasamfélagið í heild. Þróunarstarf getur m.a. falist í skipulögðum verkefnum sem eiga að leiða til nýbreytni, þróunar og umbóta í leikskólastarfinu. Markmið þróunarverkefnis, tímaáætlun, skipulag og leiðir þurfa að liggja fyrir áður en það hefst. Meta þarf árangur þess, hvort og hvernig markmið náðust og miðla reynslunni með öðrum sem að leikskólastarfi koma.

Starfsáætlun

  • Árleg starfsemi leikskólans.

  • Skóladagatal      

  • Hagnýtar upplýsingar

  • Öryggis og slysavarnarmál

  • Mat á starfsáætlun fari fram að vori

  • Þróunarstarf. Tímaáætlun, skipulag og leiðir.

  • Foreldrarráð skal samþykkja starfsáætlun.

Starfsáætlun Arakletts er uppfærð á hverju hausti og birtist hér í heild sinni. Starfsáætlunin er langt og mikið plagg og nær yfir flesta þá þætti sem birtast á heimsíðu skólans. Umfram starfsáætlun er birt skólanámskrá sem fjallar um þá þætti starfseminnar sem snýr að námi og vinnu með nemendum. 

Starfsáætlun 2017-2018 

Kennsluáætlun 2017-2018

(Uppfært mars 2018)