Samstarf við grenndarsamfélagið
-
Við fáum slökkviliðið og lögregluna í heimsókn einu sinni til tvisvar á ári þar sem störf þeirra eru kynnt og rætt er við börnin um eldvarnir og slysavarnir, hjólin og umferðina.
-
Hann Rabbi í Albínu gefur okkur pissuveislu árlega.
-
Félagasamtök hafa gegn um árin styrkt leikskólann á ýmsan hátt; aðallega með peningagjöfum. Foreldrafélagið hefur gefið leikskólanum leikföng og seinast gaf félagið skólanum hundrað þúsund krónur til kaupa á einingakubbum.
-
Nýlega fékk Araklettur gjöf frá kvennadeild slysavarnafélagsins á Patreksfirði og afhenti fulltrúi endurskinsvesti til að auka öryggi leikskólabarna í vettvangsferðum með því að gera þau sýnilegri. Einnig var sýnikennsla með hjálminn og leikskólanum fært Númaspilið.
Samstarf við aðra
Helstu samstarfsaðilar eru: Félagsþjónusta og barnaverndarnefnd, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, , HTÍ (Heyrnar- og talmeinastöð Íslands), Þroska- og hegðunarstöð, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, túlkaþjónusta Intercultural Ísland, Landvernd, Slökkviliðið, Values Based Education , Barnaheill og SOS Barnaþorp á Íslandi.
Allgott samstarf er við starfsmenn áhaldahúss og aðra sem koma að framkvæmdum innanhúss og á lóð.
(Uppfært nóvember 2017)