Jafnréttistefna Arakletts

Uppfærð haustið 2019 - í fullri lengd hér

Jafnrétti

 

Leikskólinn leggur áherslu á að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, að efla hæfileika sína og lifa lífi í frjálsu, ábyrgu lífi í lýðræðis samfélagi þar sem skilningur, friður, umburðarlyndi, víðsýni og jafnrétti ríkir.

Allir taka skulu allir taka  beinan og óbeinan hátt þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis.

Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.

Þetta er gert í öllu starfi leikskólans, í leik  og samveru, við matarborðið og á salerninu og hvar  sem tækifæri gefst.

Lífsmennt er stefna leikskólans. Hún er byggð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er alþjóðasáttmáli um réttindi barna.

Jafnrétti er því eitt af þeim mikilvægu gildum sem við virðum og notum í öllu starfi leikskólans .http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnstyttriutgafa.html  

 

Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992.  Fullgilding hans felur í sér að Ísland er skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi 20. febrúar 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf.

 
Réttur til náms

Leikskólinn er fyrsta stigið í skólakerfinu sem annast að ósk foreldra uppeldi og menntun barna.

Æ ríkari áhersla hefur verið lögð á menntunarþátt leikskólans hin síðari ár.

Nú er litið svo á að eitt af hlutverkum leikskólans sé að búa börn undir grunnskólagöngu.

Hlutfall barna sem sækja leikskóla hérlendis er með því hæsta sem gerist innan ríkja OECD og langflest börn dvelja í leikskólanum 7 klukkustundir á dag eða lengur.

Meðalaldur barna í leikskólum hefur færst niður á undanförnum árum, auk þess sem samsetning barnahópsins hefur breyst töluvert að því leyti að nú eru fleiri börn en áður af erlendum uppruna í leikskólum landsins.

Leikskólinn veitir samfélaginu því einstakt tækifæri til að jafna stöðu barna. Í leikskólanum er unnt að veita þeim börnum sem standa höllum fæti félagslega eða heilsufarslega viðeigandi umönnun og atlæti án tillits til fjárhagsaðstæðna eða félagslegrar stöðu foreldra.

Jafnframt er hægt að greina hvers konar þroskafrávik barna snemma og veita þeim sérstakan stuðning. https://www.barn.is/malaflokkar/leikskoli/

 

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar um rétt barna til umönnunar og verndar. Í 3. grein hans segir:

 
Grundvallareglurnar fjórar

Þó að öll réttindi Barnasáttmálans séu mikilvæg er almennt gengið út frá því að fjögur ákvæði feli í sér svokallaðar grundvallarreglur, sem tengja saman ólík ákvæði hans.

Grundvallarreglurnar fjórar ganga sem rauður þráður í gegnum allan sáttmálann og er því sérstaklega mikilvægt að hafa þær í huga þegar önnur ákvæði hans eru túlkuð, ekki síst ef ákvæði sáttmálans vegast á.

2. grein Jafnræði – bann við mismunun

Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.

3. grein Það sem barninu er fyrir bestu

Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.

6. grein Réttur til lífs og þroska

Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.

12. grein Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif

Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi. http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/umbarnasattmalann.html