Hefðir starfsmannahópur

 

Á föstudögum er aukakaffitími fyrir hádegi gera starfsmenn sér glaðan dag og deildir skiptast á um að koma með veitingar ca. einu sinni í mánuði og gera hlýlegt á kaffistofunni.

Á starfsdegi eftir sumaropnun fer starfsfólk saman í hádeginu og fær sér að borða saman.

Í enda nóvember eða byrjun desember eru „litlujól starfsfólks”. Starfsfólk kemur saman og borðar og hefur gaman fram eftir kvöldi.

Starfsmenn sem unnið hafa í 5, 10, 15, 20 ár o.s.frv. eru heiðraðir með gjöf frá leikskólanum á afmælisdegi leikskólans

Leynivinur er í desember og þá fær maður eina gjöf á viku til jóla (eitthvað smálegt) frá leynivini sem kemur í ljós hver er með síðustu gjöfinni.  

Vinavika er í janúar

Lífshlaupið í febrúar

Sumargleði í júní

 

Skemmtinefnd er starfandi við skólann en það er á ábyrgð allra starfsmanna að koma með tillögur og ábendingar til að lífga upp á starfsandann. Þegar starfsmaður hættir í leikskólanum gefur leikskólinn honum kveðjugjöf. Starfsmanni sem er að hætta er frjálst að koma með veitingar. Starfsmenn gefa vinnufélaga sængur-, brúðar-, eða afmælisgjöf á heilum tug og sér gjaldkeri starfsmannasjóðs um í samvinnu við starfsfólk að kaupa gjöf. Starfsmanninum er frjálst að koma með veitingar í leikskólann. Starfsmenn ásamt foreldrum og börnum styrkja framfærslu Tumanis, styrktarbarns leikskólans. Haldið er upp á afmæli hans og safnað í leiðinni peningum til styrktar honum.