Stoðþjónusta

Sálfræðingur

Við í leikskólanum Arakletti njótum Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar (litla KMS) sem er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni. Litla KMS sinnir einnig aðstandendum þeirra og því fagfólki sem vinnur með börnum og ungmennum.

 

Litla KMS  sérhæfir sig í meðferð kvíðaraskana, áráttu og þráhyggju og áföllum og veita einnig sérhæfða meðferð við þunglyndi og öðrum tilfinningavanda, svo sem reiði, afbrýðisemi, skömm og sektarkennd.

  • Sálfræðingur á vegum stöðvarinnar hefur þegar komið tvisvar í vinnuheimsókn og mun vera von á heimsókn í janúar nk.

Talmeinafræðingar

Araklettur nýtur þjónustu frá TRÖPPU 

Trappa ehf. starfar í mennta- og velferðargeiranum við þjálfun, ráðgjöf og hugbúnaðargerð. Markmið Tröppu er að samþætta þær tækninýjungar sem hafa bylt iðnaði og viðskiptum við ýmsar þarfir skóla, einstaklinga og stofnana. Fyrirtækið vinnur að þróun hugbúnaðar sem eykur aðgengi að sérþekkingu fagfólks handa þeim sem þurfa stuðning eða þjálfun og tryggir sveigjanleika, öryggi og umsýslu í fjarþjálfun fyrir sérfræðinga. Að auki vinnur Trappa náið með skólum og sveitarfélögum við ráðgjöf og innleiðingu vegna breytinga eða umbóta, t.a.m. skipulagi skimana, greiningu niðurstaðna og ferlagerð til að tryggja að börn sem þurfa stuðning fái þjálfun frá réttum sérfræðingi.

Nafnið Trappa vísar til þess að árangur fáist skref fyrir skref og þeirrar framtíðarsýnar að tækni geti stutt við, ýtt við og flýtt fyrir ólíkum markmiðum einstaklinga og aðstaðdenda. Tæknin getur þannig aukið aðgengi að stuðningi fyrir þá sem vilja læra, styrkja sig eða breyta til.

Trappa ehf. er fyrirtæki í eigu hugsjónafólks um breytt umhverfi fyrir þá sem þurfa stuðning og hefur trú á að tækni geti bætt lífsgæði þeirra til muna.

Tækniþróunarsjóður styrkti hugbúnaðarverkefni Tröppu með verkefnastyrk árið 2016.

Sérkennsla

 

Vala Dröfn Guðmundsdóttir er sérkennslustjóri á Arakletti. Hún tók við af Aroni Guðmundssyni  sl. vor og sér um sérkennsluna og um skipulag á öllu sem tengist henni. 

Nemendaverndarráð

  Í leikskólanum Arakletti  starfar nemendaverndarráð sem hittist hittist a.m.k. fjórum sinnum á skólaárinu.

  Í ráðinu sitja leikskólastjóri, fulltrúi heilsugæslu, fulltrúisérfræðiþjónustu skóla. fulltrúi af félagssviði og umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum.

  Áður en mál barns er rætt í nemendaverndarráði skal fá skriflegt leyfi foreldra/forráðamann.