Skólanámskrá

Á grunni aðalnámskrár á sérhver leikskóli að móta sína eigin skólanámskrá. Námskráin á að vera skrifleg og aðgengileg öllum þeim sem málið varðar. Í skólanámskrá á að gera grein fyrir hvernig leikskólinn hyggst vinna að þeim markmiðum sem aðalnámskrá leikskóla setur, hvaða leiðir verða farnar og hvernig staðið er að mati. Jafnframt skal fjallað um þau gildi sem starf leikskólans byggist á og þær hugmyndafræðilegu áherslur sem tekið er mið af. Í skólanámskrá eiga einnig að koma fram þær áherslur og leiðir sem leikskólinn hefur ákveðið að fara í samskiptum við börn, starfsfólk, foreldra og nærsamfélagið. Áður en að skólanámskrá öðlast gildi skal nefnd kjörin af sveitarstjórn staðfesta námskrána að fenginni umsögn foreldraráðs. Skólanámskrá skal endurskoða reglulega. Skólanámskrá leikskóla á að taka mið af áhuga barna og sjónarmiðum og skal unnin í samvinnu leikskólakennara, annars starfsfólks, barna og foreldra. Með þátttöku og samræðum þessara aðila mótast helstu áherslur og viðmið í starfi leikskóla. Skólanámskráin er því eins konar sáttmáli um hvaða leiðir hver leikskóli ætlar að fara í starfsaðferðum og samskiptum til að efla menntun barna og stuðla að starfsþróun og fagmennsku innan leikskólans.

 

Skólanámskrá:

  • Hvernig hyggst leiksólinn vinna að þeim markmiðum sem aðalnámskrá leikskóla setur. Hvaða leiðir eru farnar?

  • Hvernig er staðið að mati nemenda?

  • Hvernig er staðið að sjálfsmati?

  • Gildi sem starf leikskólans byggist á?

  • Hverjar eru hugmyndafræðilegar áherslur sem tekið er mið af?

  • Stefna í samskiptum við börn.

  • Stefna í samskiptum við starfsfólk.

  • Stefna í samskiptum við foreldra og nærsamfélag.

  • Skólanámskrá skal taka mið af áhuga barna og sjónarmiðum.

  • Skólanámskrá skal unnin í samvinnu við leikskólakennara, annars starfsfólks.

Sérkennsla

 

Aron Ingi Guðmundsson er sérkennslustjóri á Arakletti. Hann hóf störf í september 2016 og sér um sérkennsluna og um skipulag á öllu sem tengist henni.