Vinnueftirlit

Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlitsskyldu með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi í leikskólum, út frá hagsmunum starfsmanna. Fulltrúi frá Vinnueftirliti ríkisins kemur árlega og tekur út vinnuaðstæður í leikskólanum. Í leikskólum þar sem eru 10 starfsmenn eða fleiri skal atvinnurekandi tilnefna af sinni hálfu öryggisvörð og starfsmenn skulu kjósa úr sínum hópi öryggistrúnaðarmann. Leikskólastjóri gegnir hlutverki öryggisvarðar. Tilkynna skal vinnuslys og eru eyðublöð og reglur í möppu um vinnueftirlitið.

 

Öryggisráð, öryggistrúnaðarmaður og öryggisverðir

Öryggisnefnd er starfandi sem skipuð er öryggistrúnaðarmanni og öryggisvörðum en hlutverk hennar er að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og koma í veg fyrir slys og atvinnutengda sjúkdóma. Gert er áhættumat og framkvæmdarnauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir.

 

Starfsmenn deilda sjá m.a. um úti og innieftirlit og framkvæma útieftirlit á lóð leikskólans daglega, að morgni. Öllum ábendingum skal komið til skila til öryggisnefndar, til leikskólastjóra eða á morgunfundi

 
Vinnuvernd – lýðheilsa

Heilnæmt og öruggt umhverfi skapar vellíðan. Virk vinnuverndarstefna er við leikskólann og lögð er áhersla á að vinnuumhverfi og líðan starfsmanna sé góð og öll vinna í samræmi við vinnuverndarlög. Nauðsynlegt er að starfsmenn noti rétta líkamsbeitingu og hugi að áhættuþáttum tengdum starfinu.

Námskeið um líkamsbeitingu er núbúið og er stafnt að því að það verði árlegt.

Lögð er áhersla á hollan og góðan mat, hreint og ómengað loft og snyrtilega umgengni. Samkvæmt reglum um tóbaksvarnir á vinnustöðum er öll tóbaksnotkun óheimil í leikskólum. Ekki er heimilt að hafa neins konar afdrep fyrir reykingar og nær bannið til húss og lóðar. Neysla áfengis og annara vímuefna er bönnuð í húsnæði leikskólans. Félagar í KÍ, VerkVest og FOSVEST og hafa möguleika að sækja um ýmsa styrki og námskeið varðandi heilsueflingu og eru allar upplýsingar þar af lútandi á heimasíðum eftirfarandi stéttarfélaga, sjá: www.ki.is https://verkvest.is/ , http://www.fosvest.is  

Börnum skal, samkvæmt lögum,  tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst (Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands). Markmið laga og reglugerða um skólahald er meðal annars að tryggja að nemendum líði vel. Mikilvægt er að þeir búi við öryggi og að gagnkvæmt traust ríki í skólasamfélaginu.

Styðst Araklettur við Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

https://www.samband.is/media/skolamal/Oryggishanbok_leikskola_2014.pdf