Móttaka og aðlögun nemenda

Á  Arakletti er svokölluð “hefðbundin aðlögun” Þar sem foreldri og barn mæta  á deildina eftir sérstakri aðlögunaráætlun. Aðlögunartími er áætlaður ein vika en getur verið styttri eða lengri eftir því hvernig ferlið gengur.

Aðlögun barns tekur um það bil eina til tvær vikur og reynt er eftir fremsta megni að sami starfsmaður sjái um aðlögun barnsins. Þessi tími er mikilvægur fyrir foreldra því þá gefst þeim tækifæri á að kynnast starfsmönnum og deildarstarfinu. Útskrift elstu barna leikskólans verður í maí að viðstöddum foreldrum, kennurum og gestum.

 

Aðlögunarferli:

 

1.dagur: xx. x. 20xx Foreldri/ar og barn koma kl. 10:00 í stutta heimsók u.þ.b. 60 mín og skoða leikskólann.

2. dagur. xx. x. 20xx. Foreldri/ar og barn koma kl. 10:00, kynnast öðrum börnum, starfsfólki og starfinu lítilega ( u.þ.b. 60 mín ).

3. dagur: xx. x. 20xx.  Foreldri/ar og barn koma kl. 10:00 , foreldri bregður sér frá í u.þ,b. 30 mín. Heimsókn stendur í u.þ.b. 70 mín. eða til 11:10

4 dagur: xx. x. 20xx.  Foreldri/ar og barn komi kl. 08:30.og taki þátt í morgunverði Foreldri bregður sér frá og kemur aftur kl. 11:30.

5. dagur: Komið er kl. 8:00 og verið eins lengi og deildarstjóri og foreldrum þykir hæfa. Farið yfir með foreldri/um og metið hvort þörf er á lengri aðlögunartíma. Annars er barnið talið aðlagað og kemur á mánudagi og er allan dvalartímann án fylgdar foreldris.

 

Æskilegt er að foreldri nái snemma í  barnið fyrstu vikuna.

(texti í endurskoðun mar 2018)