Starfsárið

Starfsárið skiptist í haustönn frá september til janúar, vetrarönn frá janúar til mars, vorönn frá mars til júní og sumarönn frá júní til september.

 
Starfsdagar

Skipulagsdagar eru  fimm - sex á skólaárinu: Fyrsti skipulagsdagurinn er fyrsti vinnudagur eftir sumarlokun. Aðrir dagar eru ákveðnir í samráði við grunnskólann og reynt er að  hafa samráð um þá.  Í maí er síðan starfsdagur í tengslum við opið hús á Arakletti sem er síðdegis sama dag.

 

Sérstakir dagar - siðir og venjur

 

 • Nýjum gildum er fagnað á fagnaðarfundum sem eru að jafnaði seinasti föstudagur í hverjum mánuði.

 • Litadagar voru nokkrum sinnum á skólaárinu. Þá koma starfsólk og börn í einhverri flík í viðeigandi lit.

 • Einnig eru aðrir hinsegin dagar eins og húfudagur, náttfatadagur, hjóladagur og dótadagur.

 • Alþjóðadagur Lífsmenntar 19. október.

 • Fagnaðarfundur á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember en þá er öfum og ömmum bioðið að heimsækja  börnin og lesa fyrir þau eða segja sögur og syngja með þeim.

 • Jólaball er í desember. Oft ber svo við að jólasveinar birtast allt í einu með gleði, söng og dansi, færandi jafnvel gjafir og nammi.

 • Þorrablót er haldir í tengslum við  bóndadaginn og  pöbbum og öfum er boðið í síðdegiskaffi á Arakletti

 • Haldið er  upp á bolludag með bolluáti, sprengidag með saltkjöti og baunum og öskudag með því að búa til flengivendi til að flengna foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi snemma morguns. Farið er í gönguferð um nágrennið og sungið fyrir starfsfólk fyrirtækja og aðra á förnum vegi  og síðan er furðufataball og kötturinn sleginn úr tunnunni og bíó.

 • Mömmum og ömmum boðið í síðdegiskaffi á Arakletti í tilefni konudagsins.

 • Patreksdagurinn er grænn dagur á Arakletti og allir mæta í einhverju grænu

 • Seinasti vetrardagur kvaddur og sumarið boðið velkomið í vinastund

 • Sólblómadagurinn á Arakletti  29. apríl "Hátíð í bæ"; Börnin koma saman og syngja um vorið og sumarið. Farið í gönguferð og leiki Við hugsum til hans Tumianis og sendum honum eitthvað fallegt.

 • Umhverfisdagar eru tveir: að vori og að hausti. Farið í kring um leikskólann og í nánasta umhverfi og tínt allt rusl sem við finnum, það er síðan flokkað og  talið, skráð og gengið frá. Síðan er umhverfispartí með kexi og ávaxtasafa

 • Opið hús er í maí  þar sem til sýnis voru verk barnanna og þau sungu fyrir gesti.

 • Í útskriftarferð elstu barnanna hefur verið farið í Skrímslasetrið á Bíldudal og í Hvestufjöru í skrímslaleit með nesti.

 • Vorverkin í garðinum. Sett niður forræktað grænmeti og kartöflur. Sáning.

 • Sumarhátíð leikskólans er í júní, verk sem börnin hafa unnið í útilistatímum eru notuð til að skreyta garðinn, grill, og leikir.

 • Útiverkasýning barnanna er sett upp á girðinguna utanvert til sýnis gyrir gesti og gangandi.

 • Uppskeruhátíð, kartöflur eru teknar upp börnin fara heim með hluta uppskerunnar og hinar kartöflurnar eldaðar með matnum.

 • Dagur íslenskrar náttúru er haldinn með gönguferð, náttúruskoðun og úrvinnslu.

 • Fyrsti vetrardagur boðinn velkominn í vinastund/fagnaðarfundi

 • Aðventa Íslensku jólasveinarnir, piparkökubakstur, foreldrakaffi, jólaball

 • Jólin/nýárið/þrettándinn gleði og gaman!