Tengsl skólastiga

Meðal meginatriða nýrrar menntastefnu, sem mótuð var með gildistöku laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2008, var að auka svigrúm, sveigjanleika og samfellu á milli skólastiga og innan hvers skólastigs. Lögð er áhersla á að grunnskólinn komi betur til móts við ólíkar þarfir barna en það kallar á að svigrúm í skipulagi náms sé aukið, þ.m.t. námslengd og skil milli skólastiga. Helstu markmið samstarfs og tengsla milli skólastiga eru að skapa samfellu í námi barna, koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissari uppbyggingu náms. Einnig er markmiðið að treysta gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara og námi nemenda og stuðla að vellíðan og öryggi barna þegar þau flytjast milli skólastiga. http://namskra.is/books/adalnamskragrunnskola2011/tengslskolastiga

 

Samstarf er nokkuð gott milli leikskólans og grunnskólans en mætti efla. Samvinna við grunnskólann er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu og það auðveldar börnunum að flytjast á milli skólastiga.

Elstu börnin fara í heimsókn grunnskólann  í desember og föndra með 1. Bekk.

Fyrsti bekkur kemur síðan í morgunverðarheimsókn líka í desember og fá kakó og ristað brauð og sungið er saman og sungist er á.

Síðan eru heimsóknir í grunnskólann að vori þar sem börnin taka þátt í kennslustund/um og skoða nýja skólann sinn.

Nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla koma í leikskólann einu sinn á önn og eru með börnunum í leik og starfi.

 

Elstu nemendur grunnskólans komu og fyrgdu elstu börnum Arakletts í sameiginlega dansstund á vegum Dansskóla Köru þar sem þeir aðstoðuðu börnin við að taka þátt og fylgdu þeim síðan aftur til baka.  

 

þróttahúsið stendur 4 og 5 ára börnum til boða einu sinni í viku.

 

Einnig bjóða leik- og grunnskólinn upp á óvænta atburði sem ekki eru tímasettir.

 

Meginmarkmið samstarfsins er að mynda samfellda heild í námi barna þannig að sú þekking og viðfangsefni sem börnin fást við í leikskólanum verði  grunnurinn sem grunnskólanámið byggir á.

 

Tengsl leikskóla og grunnskóla kallar á samstarf barna, foreldra og kennara, þar sem velferð, þroski og menntun barna er í brennidepli. Foreldrar eru mikilvægir tengiliðir milli skólastiga. Þeir miðla upplýsingum um börn sín og leikskólagöngu þeirra og eiga rétt á að fá vitneskju um þau gögn sem fylgja þeim úr leikskóla.

Þegar börn flytjast á milli leikskóla eða fara í grunnskóla sjá deildarstjórar elstu barna um að nauðsynlegar upplýsingar fylgi þeim með tryggum hætti. Börnin heimsækja grunnskólann á vorönn á Arakletti. Grunnskólabörnin heimsækja gamla leikskólann sinn að vori.

Samstarf við grunnskóla

Leikskólinn tók þátt í sameiginlegum námskeiðsdegi með Patreksskóla 21. september  og standa vonir til að slíkt  verði árlegt.

Starfsáætlun um samstarf nemenda:

Haust/Vetur

Desember: Börn af Koti fara í heimsókn í fyrsta bekk í föndur

1. bekkur grunnskólans kemur í morgunheimsókn.

Vor: Heimsóknir elstu barna í Koti heimsækja grunnskólann; taka þátt í kennslustund, fá kynningu á skólanum, taka þátt í útileikjum og fl.

Elstu nemendur grunnskólans koma í starfskynningu í leikskólann á vorönn.

Starfsáætlun um samstarf kennara og starfsfólks:

Skólarnir koma sér saman um starfsdaga eins og mögulegt er vegna starfsemi þeirra.

Skil milli skólastiga eru árlega að vori.  Vonandi verður hægt að koma saman áætlun um meiri samvinnu skólanna sem fyrst.

(Uppfært nóvember 2017)