Starfsmannastefna

 

Leikskólinn Araklettur er Lífsmenntarleikskóli og leggur áherslu á jákvætt hugarfar, traust og virðingu fyrir skjólstæðingum skólans og vinnufélögum.

 • Sérhver starfsmaður leggi sig fram um að ábyrgð á sjálfum sér, eigin stöðu og þroska.

 • Starfsfólki leikskólans leggi sig fram um að starfa í anda Lífsmenntar og að vera  góð fyrirmynd í hvívetna.

 • Sérhver starfsmaður leggi sig fram um að tala íslensku eins og best verður á kosið og gera sér far um að vanda mál sitt og vera góð málfyrirmynd.

 • Sérhver starfsmaður standi vörð um upprunalega menningu hvers barns en styðji þau og fjölskyldur þeirra við að kynnast íslenskri menningu og tungu.

 • Unnið skal í anda lýðræðis, jafnréttis og fjölmenningar þar sem reynsla og þekking alls starfsfólks fær notið sín.

 • Starfsmannastefnan byggir á Lífsmenntinni og þeim gildum sem hún stendur fyrir.

 • Lögð er áhersla á opin skoðanaskipti og að allir starfsmenn beri sameiginlega ábyrgð á góðum starfsanda í leikskólanum.

 

Starf í leikskóla er vandasamt og mikilvægt og miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem þar starfa. Viðhorf starfsmanna til starfsins, samstarfsmanna, foreldra og barna skiptir höfuðmáli.  Allir starfsmenn eru jafn mikilvægir.

Lífsgildin íhugunaratriði um gildin

 • Ábyrgð er að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda.

 • Auðmýkt á samleið með sjálfsvirðingu.

 • Virðing er að vera ánægð/ur með hver ég er.

 • Friður er að hugsa jákvætt um sjálfa/n sig og aðra.

 • Frelsi er að njóta lífsins á þess að trufla, særa eða meiða aðra.

 • Hamingja er að gleðjast með vinum sínum.

 • Gleði er að vera glaður með sitt.

 • Kærleikur er umhyggjusemi.

 • Þakklæti er að vera þakklátur fyrir það sem lífið gefur okkur.

 • Hjálpsemi er þegar allir hjálpast að við verkin.

 • Umburðarlyndi er að taka fólki eins og  það er.

 • Hugrekki er að þora að vera maður sjálfur, að geta sagt já, að geta sagt nei.

 • Heiðarleiki er að segja sannleikann.

 • Vinátta er að vera vinur og treysta öðrum

Viðhorf - Lífssýn
 • Jákvætt hugarfar og virðing fyrir vinnufélögum er ávísun á farsæla samvinnu.

 • Mikilvægt er að allir starfsmenn hafi lýðræði og jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í samskiptum sínum og störfum, bæði gagnvart börnum, foreldrum og samstarfsmönnum.

 • Leikskólinn er uppeldis- og menntastofnun og forsenda góðs leikskólastarfs er að starfsmenn hafi sameiginlega sýn á starfið. Starf í leikskóla er vandasamt og mikilvægt og miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem þar starfa.

 • Viðhorf til starfsins, samstarfsfólks, foreldra og barnanna skiptir höfuðmáli. Það má líkja leikskólastarfinu við keðju, þar sem allir hlekkir eru jafn mikilvægir.

 • Góður vettvangur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri er á deildarfundum,  á starfsmannafundum, á skipulagsdögum og í starfsmannasamtölum.

 • Hægt er einnig að leita til trúnaðarmanna eða talsmanns. Þeir eru fulltrúar stéttarfélags síns á vinnustaðnum og því talsmenn starfsmanna gagnvart atvinnurekanda. Þeir eru kosnir úr hópi leikskólakennara og starfsmanna FosVest eða VerkVest.

Skyldur
 • Við sem vinnum hjá Vesturbyggð störfum fyrst og fremst í þágu bæjarbúa. Það leggur okkur þá skyldu á herðar að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur er okkar eigin eða einstakra hópa. Þeim sem vegna starfs síns taka ákvarðanir eða gera tillögur um ráðningu á starfsfólki, ber  gæta persónulegs hlutleysis í hvívetna og forðast að láta skyldleika, vensl, vinskap eða stjórnmálaskoðanir ráða ákvörðun sinni sbr. ákvæði stjórnsýslulaga nr.37/1993.

 • Starfsfólk, sem tekur ákvarðanir um kaup á vörum og þjónustu fyrir hönd Vesturbyggðar skal ávallt gæta hagsmuna bæjarins og persónulegs hlutleysis við val á viðskiptaaðilum.

Gróska
 • Á  Arakletti er  leitast við að byggja leikskólastarfið á áhugasömu og hæfu starfsfólki og stuðla að því að það  hafi tækifæri á að rækta þekkingu sína og hæfileika í framsæknu starfsumhverfi.

 • Forsenda þess að ná árangri er að allir leggi sig fram af heilum hug.

 • Með því að starfsmenn rækti sína jákvæðu eiginleika og viðhorf verða þeir góðar fyrirmyndir og mikilvægir kennarar lífsgildanna. 

 • Ánægja í starfi er afleiðing af árangrinum sem starfsmaðurinn nær með framlagi sínu til leikskólastarfsins.

 
Samskipti

 • Jákvætt hugarfar, virðing fyrir vinnufélögum og sveigjanleiki í starfi er ávísun á farsæla samvinnu.

 • Með því að starfsmenn rækti sína jákvæðu eiginleika og viðhorf verða þeir góðar fyrirmyndir og mikilvægir kennarar lífsgildanna.

 • Deildarstjórar eru talsmenn deilda útávið og bera ábyrgð á samskiptum við foreldra og aðrar deildir

 • Þeir starfsmenn sem taka á móti börnunum á morgnana og/eða skila börnunum í hendur foreldra bera ábyrgð á að koma upplýsingum til skila og skrá í dagbók deildar.

 • Við tökum hlýlega á móti börnunum og bjóðum góðan dag alla daga brosandi! 

Árangur í starfi
 • Leikskólastarfið veltur á því að leikskólinn hafi á að skipa  áhugasömu og hæfu starfsfólki sem lítur á starf sitt  sem tækifæri á að rækta þekkingu sína og hæfileika í framsæknu starfsumhverfi.

 • Forsenda þess að ná árangri er að allir leggi sig fram af heilum hug.

 • Alúð í því sem við erum að gera hverju sinni, jákvæð samskipti og gæði eru lykilþættir í starfseminni. Þessir þættir eru samofið ferli, sem þýðir að ekki er nóg að ná tökum á einum þeirra heldur verður að vinna með þá alla. Árangur af góðu leikskólastarfi lýsir sér hvað mest í ánægðum, fjörugum og  kraftmiklum börnum, metnaði og starfsgleði starfsfólks og ánægðum foreldrum. Að hafa ánægju af leikskólastarfinu og gleði og virðing fyrir uppeldisstarfinu með börnunum og samstarfsfélögum er grundvöllur að ánægjulegum samskiptum

 
Lýðræði og jafnrétti

 

 

 • Mikilvægt er að allir starfsmenn hafi lýðræði og jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í samskiptum sínum og störfum, bæði gagnvart börnum, foreldrum og samstarfsmönnum. Ef starfsmaður vill koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna starfsins, annarra starfsmanna, foreldra eða barna talar viðkomandi við deildarstjóra eða leikskólastjóra. Góður vettvangur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri er á deildarfundum, á skipulagsdögum og í starfsmannasamtölum. Hægt er einnig að leita til trúnaðarmanna eða talsmanns. Þeir eru fulltrúar stéttarfélags síns á vinnustaðnum og því talsmenn starfsmanna gagnvart atvinnurekanda. Þeir eru kosnir úr hópi leikskólakennara og starfsmanna FosVest eða VerkVest.

Gæði
 • Gagnkvæm virðing fyrir mismunandi störfum og starfsreglum þurfa að ríkja.  Hreinskilni og skýr skilaboð eru nauðsynleg.  Skýr verkaskipting og vinnufyrirkomulag eru mikilvæg og að farið sé eftir því sem ákveðið er hverju sinni. 

 • Nauðsynlegt er að samræma starfsaðferðir og fara eftir þeim starfsreglum sem settar eru. Ef breyta þarf starfsaðferðum eða starfsreglum ber að ræða það, á skipulagsdögum eða öðrum fundum, svo hægt sé að taka á málinu í sameiningu.

 • Mjög mikilvægt er að sýna sveigjanleika í starfi. Þrátt fyrir verkaskiptingu og starfsreglur verða starfsmenn alltaf að vera tilbúnir að breyta og sveigja sig að leikskólastarfinu og þörfum barnanna.

Mikilvæt er að:

 • Sýna ábyrgð í starfi 

 • Vera stundvís og reglusamur

 • Vinna eftir fyrirfram ákveðnum markmiðum

 • Vera jákvæður og þar með stuðla að góðum starfsanda

 • Sýna samstarfsmönnum og öðrum virðingu í umtali

 • Taka ekki undir slæmt umtal

 • Vera samvinnuþýður og sýna sveigjanleika í starfi

 • Taka leiðbeiningum vel

 • Virða mannauð og skoðanir samstarfsmanna

 • Koma eigin mannauði og skoðunum á framfæri

 • Vera hreinskilin við samstarfsmenn og gefa skýr skilaboð

 • Viðurkenna að ágreiningur er eðlilegur og er grundvöllur að betra samstarfi

 • Virða þagnarheit

 • Sýna  frumkvæði í starfi

 • Fylgjast með nýjungum í leikskóla- og uppeldismálum

 • Hafa lýðræði og jafnrétti að leiðarljósi.

 • Við erum öll á sama báti

 
Væntingar og kröfur til starfsfólks:
 • Allt starfsfólk skólans skal starfa eftir þeirri stefnu og því skipulagi sem skólinn hefur.

 • Því ber að sinna starfi sínu af alúð og virðingu og að hafa hugfast að við erum að vinna eitt mikilvægasta og mest krefjandi starfið í íslensku samfélagi, það er; kennslu, uppeldi og umönnun barna á 1. skólastiginu.

 • Hver starfsmaður ber ábyrgð, bæði sem einstaklingur og einnig sem hluti af heildinni.

 

Starfsmanni ber:
 • að lesa starfsmannahandbókina reglulega og tileinka sér hana.

 • að kynna sér skólanámskrá leikskólans og þær áherslur sem birtast á heimasíðu skólans.

 • að vera stundvís og reglusamur.

 • að sýna áhuga, ábyrgð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

 • að þekkja og fara eftir skipulagi leikskólans.

 • að fylgjast með og fara eftir starfsáætlun.

 • að virða þagnarskyldu.

 • að sýna áhuga og eftirtekt og leita svara um þarfir hvers einstaks nemanda.

 • að efla samvinnu við annað starfsfólk og foreldra.

 • að sýna ávallt fyllstu kurteisi.

 • að sýna stofnuninni, yfirmönnum og öðrum samstarfsmönnum virðingu og hollustu.

 
Siðareglur kennara
 • Menntar nemendur.

 • Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.

 • Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.

 • Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.

 • Hefur jafnrétti að leiðarljósi.

 • Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.

 • Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra

 • Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann   fær vitneskju um í starfi sínu.

 • Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.

 • Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.

 • Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.

 • Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.

(Uppfært nóvember 2020)