Fundir og fundaáætlun 2017-2018 

Áætlað er að halda sex sameiginlega starfsmannafundi eftir dagvinnutíma. Fundir á dagvinnutíma eru sem hér segir : Deildarstjórafundir einu sinni í viku. Sérkennslufundir einu sinni í viku. Deildarfundir  á tveggja vikna fresti. Lífsmenntafundir sex sinnum á ári. Umhverfisfundir fimm sinnum á ári. Öryggisnefndarfundir tvisvar á ári. Áfallateymisfundir tvisvar á ári, eða eftir þörfum.

 

Smærri fundir svo sem deildarfundir, deildarstjórafundir og vinnustaðafundir eru haldnir á dagvinnutíma enda hefur starfsfólk heimild til að halda vinnustaðafund allt að 2 tímum á ári á 12 mánaða tímabili. Þá ber að halda, ef kostur er, í lok vinnudags eða í kaffitíma þar sem það er hægt.

Starfsmannafundir

Fundir sem ætlast er til að allt starfsfólk mæti á og eru greiddir í yfirvinnu eru: starfsmannafundir, þeir eru skipulagðir að hausti í samráði við starfsmenn og hafa verið greiddir í yfirvinnu fyrir hvern fund eftir lengd hans. Starfsmannafundur með öllum starfsmönnum leikskólans eru haldnir 5 – 6 sinnum  á ári utan daglegs vinnutíma. Á honum eru rædd mál er varða leikskólann og starfsemi hans í heild. Leikskólastjóri auglýsir dagskrá með fyrirvara og stjórnar fundi eða felur öðrum það. Greiddir eru fastir tveir tímar  tímar fyrir starfsmannafund en ef fundur  dregst á langinn þá er það einnig greitt. Til þess ætti samt ekki að þurfa að koma.

Starfsmannafundir

5. 10. 17

3.10.17

17.10.17

24.10.17

1.12.17

 

5.02.18

6.03.18

10.05.18

5.06.18

Fundir – skipulagsdagar – undirbúningstímar

Fundir og skipulagsdagar eru mikilvægur þáttur í starfi leikskólans. Þeir eru ætlaðir til þess að undirbúa starfið, skipuleggja og meta. Það er á ábyrgð hvers og eins að koma á framfæri því sem honum liggur á hjarta og því er virkni hvers og eins mikilvæg. Að hausti er gefið út fundardagatal þar sem fram koma dagsetningar á fundum skólaársins. Fundargerðir eru settar á upplýsingatöflu á starfsmannagangi en fara síðan í fundarmöppu sem er öllum aðgengileg. Starfsmanni er skylt að kynna sér fundargerðir þeirra funda og skipulagsdaga sem hann mætir ekki á.

Deildarstjórafundir

Vikulega deildarstjórafundi sitja leikskólastjóri,  sérkennslustjóri og deildarstjórar leikskólans. Hlutverk þessara funda er að ræða faglegt starf, samræma uppeldisstarfið milli deilda og það sem er sameiginlegt t.d. húsnæði og lóð. Leikskólastjóri stjórnar deildarstjórafundum eða felur öðrum það.

Deildastjóra

fundir

5. 11. 17

Deildarfundir

Deildarfundi sitja starfsmenn á viðkomandi deild. Á deildarfundum er fjallað um skipulag, samræmingu á starfsaðferðum og samstarf á deildinni, einnig er fjallað um málefni er varða einstök börn og barnahópinn í heild. Deildarstjóri stjórnar deildarfundi eða felur öðrum það og skráðar eru fundargerðir sem liggja frammi á deildum. Deildarfundir eru haldnir á skipulagsdögum sem eru fimm og þriðju til fjórðu hverja viku og aðstoða þá starfsmenn á öðrum deildum með barnahópinn. Leikskólastjóri og sérkennslustjóri sitja fundina ef þurfa þykir.

Deildarfundir

3.11. Klettur

4.11.Krókur

5. 11. Kot

4.12.Klettur

5. 12. Krókur

6.12. Kot

Nefndir og ráð

Lífsmenntafundir, umhverfisnefndarfundir, öryggisnefndarfundir og áfallaráðsfundir eru haldnir fimm sinnum á ári og starfsfólk í sérkennslu og stuðningi  fundar einu sinni í viku.

Ýmsir fundir

Undir ýmsa fundi flokkast t.d. fundir með leikskólaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum, nefndafundir vegna undirbúnings fyrir sérstök verkefni og samvinna við foreldra, grunnskóla eða aðra aðila.

Starfs/skipulagsdagar

Fimm skipulagsdagar eru á ári og eru þeir ætlaðir til að undirbúa uppeldisstarf leikskólans og öll mál varðandi starfið. Þeir eru ákveðnir að hausti í samvinnu við Patreksskóla. Á skipulagsdögum starfsfólk sem vinnur í hlutastörfum mæti allan daginn. Starfsmenn í eldhúsi taka einnig þátt í skipulags- og námskeiðsdögum en efni getur þó stundum verið annað fyrir starfsmenn í eldhúsi.

Starfsdagar

15.08.17

21. 09.17

6.11.17

2.01.18

(Uppfært nóvember 2017).