Fundir og fundaáætlun 2019- 2020-2021

Foreldra viðtöl eru áætluð í mars 2020 og 2021

Skilafundir milli skólastiga verður í maí 2020  og 2021

Skipulagsdagar / Námskeiðsdagur

Skipulagsdagar verða fimm – sex  á skólaárinu:

  • 18. ágúst vegna opnunar eftir sumarfrí.

  • 4. september; Haustþing leikskóla.

  • 23. nóvember  sameiginlegur starfsdagur skóla í Vesturbyggð

  • 4. janúar 2021 Fyrirhugaður matsdagur  í byrjun janúar

  • 12. og 14. maí vegna náms og kynnisferðar starfsfólks. (eða 21. og 23 . apríl)

Skóladagatal -skólaárið

Starfsárið skiptist í

haustönn frá september til janúar,

vetrarönn frá janúar til mars,

vorönn frá mars til júní o

g sumarönn frá júní til september.

Hægt er að sjá dagatal hvers líðandi árs á vef leikskólans

Fundir – skipulagsdagar – undirbúningstímar

Fundir og skipulagsdagar eru mikilvægur þáttur í starfi leikskólans. Þeir eru ætlaðir til þess að undirbúa starfið, skipuleggja og meta. Það er á ábyrgð hvers og eins að koma á framfæri því sem honum liggur á hjarta og því er virkni hvers og eins mikilvæg. Að hausti er gefið út fundardagatal þar sem fram koma dagsetningar á fundum skólaársins. Fundargerðir eru settar á upplýsingatöflu á starfsmannagangi en fara síðan í fundarmöppu sem er öllum aðgengileg. Starfsmanni er skylt að kynna sér fundargerðir þeirra funda og skipulagsdaga sem hann mætir ekki á.

Nefndir og ráð

Lífsmenntafundir, umhverfisnefndarfundir, öryggisnefndarfundir og áfallaráðsfundir eru haldnir fimm sinnum á ári og starfsfólk í sérkennslu og stuðningi  fundar einu sinni í viku.

Ýmsir fundir

Undir ýmsa fundi flokkast t.d. fundir með leikskólaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum, nefndafundir vegna undirbúnings fyrir sérstök verkefni og samvinna við foreldra, grunnskóla eða aðra aðila.

(Uppfært mars 2020).