Search
  • Halla

Araklettur í ágúst

Við opnuðum eftir sumarleyfi 31. ágúst og starfið er hægt og rólega að fara af stað.

Okkur til mikillar ánægju getum við tekið öll börn sem búið var að sækja um fyrir nú í ágúst og í september. Útlit er fyrir að börnin verði 51 í vetur og er það í raun meira en skólinn ber. Það verða því ekki tekin inn börn að óbreyttu fyrr en eftir sumarlokun 2019.

Börnin flytjast milli deilda næstu vikur og munum við senda út tilkynningar um það á lokaðri síðu á Facebook. Vegna nýju persónuverndarlaganna viljum vinsamlega biðja foreldra að deila ekki myndum sem birtar eru á leikskólasíðunni af öðrum börnum en sínum eigin.

Við erum full bjartsýni og tilhlökkun og tilbúin að takast á við nýtt leikskólaár og munum leggja okkur fram um að gera leikskólann okkar sem bestan.

Akkúrat svona er lífið; fullt af allskonar!

35 views0 comments

Recent Posts

See All

Slæm veðurspá fyrir 9. - 10. desember 2019

Við biðjum foreldra og starfsfólk að fylgjast með veðurspám og tilkynningum í útvarpi ef ástandið verður þannig að leikskólahald verði lagt niður. Annars verður leiksólinn opinn . Einnig er mögulegt