Search
  • Hallveig

Slæm veðurspá fyrir 9. - 10. desember 2019

Við biðjum foreldra og starfsfólk að fylgjast með veðurspám og tilkynningum í útvarpi ef ástandið verður þannig að leikskólahald verði lagt niður. Annars verður leiksólinn opinn .

Einnig er mögulegt að foreldrar verði beðnir um að sækja börnin sín fyrr ef útlit er fyrir versnandi ástand.

Appelsínugul viðvörun !

Spáð er aftakaveðri víða á landinu á morgun og miðvikudag og stefnir í versta veður það sem af er árinu. Við biðjum því fólk að fylgist vel með viðvörunum og veðurspám. Samgöngutruflanir eru líklegar og hætt er við foktjóni. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.

Hugleiðingar veðurfræðings

Á Grænlandshafi er lægð að nálgast landið og úrkomusvæði hennar gengur norðaustur yfir landið í dag. Fer því fljótlega að snjóa suðvestanlands, en síðar slydda eða rigning á þeim slóðum. Hægur vindur norðaustan til fram á kvöld, en fer þá einnig að hvessa og snjóa þar. Hlýnar nokkuð í veðri í dag. Í nótt dregur síðan til tíðinda þegar önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur upp að Austfjörðum. Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðan til í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðrir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vinstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafn vel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur. Margar gular viðvarnir vegna vinds og hríðarveðurs í því gildi fyrir morgundaginn og gætu sumar þeirra hækkað í appelsínugult. Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar. Ef að líkum lætur byrjar norðahvellurinn að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestan til, en áfram herjar þó hríðarbylur á Norðustur- og Austurlandi fram á kvöldið. Spá gerð: 09.12.2019 06:11. Gildir til: 10.12.2019 00:00.

17 views0 comments

Recent Posts

See All