- Hallveig
Veðrur og færð
Ef Veðurstofa Íslands varar við veðri, skal taka það alvarlega.
Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Afleiðingar geta verið margs konar; manntjón, tjón á eignum og innviðum, búfénaði, uppskeru og umhverfinu.
Hlustið á tilkynningar og/eða viðvaranir sem kunna að vera gefnar í sjónvarpi eða útvarpi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur í nánu samstarfi við Veðurstofu Íslands vegna veðurvár og virkjar viðbragð ef þurfa þykir.
Skólar, ferðalög og mannamót
Fylgist með veðri og tilkynningum. Aflýsið ferðalögum og mannamótum og sendið ekki börn í skóla nema í samráði við skóla.
Þegar hætt er við að veður versni er líður á skóladag og ef óveður brestur á gætu foreldrar þurft að sækja börnin. Þá mun verða sett inn tilkynning á Facebook og ef þarf verður hringt frá skólanum.
Viðbúnaðarstig 1: Ef röskun verður á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla. Leikskólinn eru opinn og tekið er við nemendum.
Meti foreldrar/forráðamenn það svo að best sé að halda börnum heima vegna veðurs eða færðar skulu þeir tilkynna skólanum og er barnið þá skráð í leyfi. Ef séð verður að götur lokist vegna veðurs og ófærðar verða foreldrar beðnir um að sækja börnin.
Verði verulegir erfiðleikar að sækja börnin eða að starfsfólkkomist ekki heim má leita aðstoðar hjá björgunarveitum/112.
Viðbúnaðarstig 2: Leikskólahald fellur niður
Leikskólastjóri fylgist vel með tilkynningum og bregst við þeim (í samráði við bæjaryfirvöld og/eða lögreglu) með því að láta viðkomandi vita t.d. senda tilkynningu í útvarpið og setja tilkynningu inn á heimasíðu skólans á Facebook-síðu leikskólans og heimasíðu Vesturbyggðar.
Leikskólastjóri
Leikskólinn Araklettur Strandgötu 20 450 Patreksfirði, sími 4502342 og 4502343. Gms: 8338343
Netfang: araklettur@vesturbyggd.is og halla@vesturbyggd.is
