Sérkennslustefna Arakletts

Nemendaverndarráð leikskóla

1. Í leikskólanum skal starfa nemendaverndarráð.

Í nemendaverndarráði skulu sitja:

leikskólastjóri, sem fer með formennsku ráðsins eða hans staðgengill, fulltrúi heilsugæslu, fulltrúi sérfræðiþjónustu, fulltrúi af félagssviði og umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum.

 

2. Deildarstjórar, annað starfsfólk leikskóla, sérfræðingur á fræðslusviði, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og/eða aðrir sérfræðingar eru boðaðir á fundina eftir því sem við á.

 

3. Nemendaverndarráð fjallar um málefni einstakra nemenda vegna þroska, hegðunar, heilsufars, líðanar eða aðstæðna.

Ráðið leitar eftir úrræðum og lausnum og tekur ákvarðanir um nauðsynlegar ráðstafanir m.a. beiðnir um frekari greiningar, sérfræðiaðstoð eða ráðgjöf. Ráðið felur ákveðnum aðila/aðilum innan þess að fylgja málum eftir.

 

4. Nemendaverndarráð skal halda fundagerðabók þar sem fram koma nöfn þeirra barna sem rætt er um, ástæður og helstu niðurstöður.

Fundagerðarbók þessi skal vera í vörslu skólastjóra og eiga foreldrar rétt á að kynna sér efni hennar, hvað varðar eigið barn.

 

5. Skólastjóri getur kallað ráðið saman þegar aðstæður krefjast en annars fundar ráðið fjórum sinnum á skólaárinu.

Skólastjóri boðar fundi ráðsins.

Dagskrá skal vera nefndarmönnum kunn fyrir fundinn.

 

6. Skriflegt leyfi foreldra/forráðamanna skal liggja fyrir áður en mál nemanda er rætt í nemendaverndarráði í fyrsta sinn.