Starfsþróunaráætlun

Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti. Þætti sem falla beint að stefnu skólans og lögbundinni skyldu hans. Hinsvegar er um að ræða persónulega starfsþróun hvers og eins sem þó ber að falla að stefnu skólans hverju sinni.

 

Símenntun og möguleikar starfsmanna til að þróa sig í starfi eru mikilvægir fyrir hann sjálfan og fyrir leikskólastarfið. Leikskólinn gerir sí -og endurmenntunaráætlun árlega og miðast hún við að auka starfshæfni starfsmanna og hæfni þeirra til að sinna starfi sínu. Símenntun leikskólans fer að mestu fram á skipulagsdögum.

 

Araklettur  býður starfsmönnum sínum upp á öfluga símenntun og fræðslu þ.e.a.s. námskeið og fyrirlestra fyrir starfsmenn leikskólanna, þeim að kostnaðarlausu. Vesturbyggð býður einnig starfsmönnum sínum upp á öfluga símenntun. Á kaffistofu eru staðsett gögn varðandi sí- og endurmenntun. Starfsmaður getur sjálfur óskað eftir að sækja námskeið og fyrirlestra.

 

Starfsmaður sem vill sækja námskeið eða fyrirlestur í vinnutíma sínum sækir um það til leikskólastjóra sem metur hvort hægt er að verða við beiðninni.

 

Starfsþróunar-  og símenntaráætlun Arakletts 2018-19

 

I.            5. – 27. apríl 2018: Starfsþróunarviðtöl.

II.            4. – 28. febrúar 2019: Starfsþróunarviðtöl.

III.           25.-26. apríl 2018: Hvatningarviðtöl og aftur næsta vor

IV.           Landvernd 25. apríl 2018: námskeið tengt Grænfánaverkefni Arakletts

V.           17. apríl 2018: Skyndihjálparnámskeið

VI.          Vor 2018 – vor 2019: Handleiðsla fyrir deildarstjóra yngstudeildar

VII.         Vor 2018 – vor 2019: Handleiðsla fyrir deildarstjóra miðdeildar

VIII.        Vor 2018 – vor 2019: Handleiðsla fyrir deildarstjóra elstudeildar

IX.          Vor 2018 – vor 2019: Handleiðsla fyrir sérkennslustjóra

X.           Vor 2018 – vor 2019: Handleiðsla fyrir leikskólastjóra vegna breytinga og fl.

XI.          Námskeið í Karellen: haust 2018

XII.         1 – 3. nóvember 2018: ferð til Oxford  á ráðstefnu um gildismiðaða menntun (Values-based- Education) leikskólastjóri og stafmaður Tröppu.

XIII.        5. nóvember 2018 sameiginlegur námskeiðsdagur með skólum Vesturbyggðar

XIV.        Til stendur að  senda tvo fulltrúa skólans á Öryggisnámskeið næsta haust 2018.

XV.         29. maí -2. júní 2019: Kynnisferð starfsfólks Arakletts erlendis. Stefnan tekin á lífsmenntarleikskóla í Englandi eða Skotlandi

XVI.        Að auki koma námskeið sem starfsfólk fer á eftir óskum hvers og eins, svo fremi að þau samræmist starfi leikskólans og þörf sé á í samráði við leikskólastjóra.

XVII.       Námskeið í líkamsbeitingu sem áætlað var að yrði á starfsdegi í fyrra verður á næsta skólaári

XVIII.      Fyrirlestrar um ýmis fræðandi  og uppbyggileg mál tengd leikskólastarfinu haldnir á starfsmannafundum

XIX.        Tveir til þrír starfsmenn verða í leikskólaliðanámi næsta skólaár og tveir í leikskólakennaranámi.

 

Endur- og símenntun fer meðal annars  fram á skipulagsdögum.

Starfsfólk getur síðan valið sér námskeið eða fyrirlestra sem tengjast starfinu og sótt um styrk til þess hjá sínu stéttarfélagi í samráði við leikskólastjóra.

Starfsmenntunarsjóður

Samkvæmt kjarasamningi greiðir vinnuveitandi ákveðið hlutfall af launum starfsmanna í vísindasjóð eða starfsmenntunarsjóð viðkomandi stéttarfélags. Markmið þessara sjóða er að tryggja starfsmönnum sí- og endurmenntun án þess að þeir þurfi að bera af því kostnað. Reglugerðir sjóðanna kveða nánar á um hvað er styrkhæft. Starfsmaður sækir sjálfur um styrk í starfsmenntunarsjóði stéttarfélags síns.

Frumkvæði og framsækni

Með framsækni að leiðarljósi er starfsmönnum gert kleift að sýna frumkvæði í starfi og stuðla þannig að framsæknu skólastarfi. Mikilvægt er því að starfsfólk sé tilbúið að vinna í takt við nýjar áherslur og takast á við þær breytingar sem kunna að eiga sér stað.

Að starfsmenn miðli þekkingu sinni til annara starfsmanna og geri starfið sýnilegt út á við t.d. með fræðslu eða fyrirlestrum.

Hægt er að sækja um styrki til hinna ýmsu þróunarverkefna t.d. í Sprotasjóð, www.sprotasjodur.is og til evrópusamtaka s.s www.leonardo.is , http://www.etwinning.is/ , http://www.evropusamvinna.is/ Í undirbúningsherbergi  er fagbókasafn þar sem eru bækur, bæklingar og greinar sem tengjast uppeldi, samskiptum og mannrækt og geta starfsmenn fengið þær að láni.

Skrá þarf í útlánsbók það sem fengið er að láni.

 
Helstu áhersluþættir skólárið 2017-2020 eru:
  • Endruskoðun skólanámskrár

  • Endurskoðun starfsmannastefnu

  • Endurskoðun starfsáætlunar

Form símenntunar

Símenntun kennara fer fram innan starfstíma skólans.

 

Símenntun getur falist í:

  • Námskeiðum fyrir kennara

  • Ráðstefnum og fræðslufundum

  • Fyrirlestrum  

  • Jafningjafræðslu

  • Lestur fagbóka og fagsíðna

  • Áhorf myndbanda á netinu

  • Formlegt framhaldsnám  

Uppfært Apríl 2018